Hafsjór af leikjum var í NBA deildinni í nótt þar sem Derek Fisher reyndist hetja LA Lakers þegar hann tryggði liðinu sigur með síðbúinni þriggja stiga körfu gegn meisturum Dallas Mavericks.
LA Lakers 73-70 Dallas
Andrew Bynum gerði 17 stig og tók 15 fráköst í liði Lakers og Kobe Bryant bætti við 14 stigum og 7 stoðsendingum og hetja Lakers, Derek Fisher, skoraði 13 stig í leiknum og þar með talinn þristinn sem tryggði sigurinn þegar 3,1 sekúnda var til leiksloka. Dirk Nowitzki var með 21 stig í liði Dallas og 7 fráköst.
Önnur úrslit næturinnar
New York 93-102 Orlando
Memphis 102-86 Chicago
Philadelphia 94-82 Milwaukee
Washington 106-114 Houston
Charlotte 94-102 Cleveland
New Orleans 77-84 Potland
LA Clippers 101-91 New Jersey
Atlanta 93-84 Toronto
Boston 88-97 Oklahoma
Minnesota 99-86 Sacramento
Mynd/ Fisher var hetja Lakers í nótt