spot_img
HomeFréttirFisher hetja Jazz í nótt

Fisher hetja Jazz í nótt

10:30

{mosimage}

 

(Fisher hafði mikil áhrif á leikinn í nótt með nærveru sinni einni) 

 

Bara við það eitt að mæta til leiks blés Derek Fisher liðsfélögum sínum í Utah Jazz byr í brjóst í nótt þegar Jazz lögðu Warriors í framlengdum leik. Lokatölur leiksins voru 127-117 Jazz í vil og var Fisher vafalítið maður leiksins þó tölfræðin segi annað.

 

Fisher missti næstum því af leiknum í nótt því hann var staddur í New York þar sem dóttir hans Tatum undirgekkst erfiða þriggja tíma aðgerð sökum krabbameins í augum en Tatum er aðeins 10 mánaða gömul. ,,Dóttur minni líður vel, aðgerðin tókst vel til og að henni lokinni flaug ég beint frá New York og kom rakleiðis til að spila leikinn,” sagði Fisher við fréttamenn eftir leikinn í nótt.

 

Fisher kom inn í lið Utah seint í þriðja leikhluta og ætlaði allt um koll að keyra í höllinni í Salt Lake City. Áhorfendur risu úr sætum sínum og klöppuðu Fisher lof í lófa, liðsfélagar hans tóku honum fagnandi og Baron Davis, andstæðingur hans úr Warriors gerði sér leið að Fisher og fagnaði honum innilega.

 

Fisher gerði 5 stig fyrir Jazz í nótt og komu þau öll í framlengingunni og þó aðrir leikmenn leiksins hafi verið með mun hærri tölur var það Fisher sem átti kvöldið. Fisher lauk leik með 100% skotnýtingu, 1 af 1 í þriggja stiga skotum og 2 af 2 vítum.

Fréttir
- Auglýsing -