13:36
{mosimage}
(Eitt stykki landsliðsmiðherji fer á kr. 10.000,- í mótinu, kjarakaup!)
Körfuknattleiksdeild KR heldur firma og hópakeppni í körfu laugardaginn 24. maí 2008Skráning stendur yfir í firma og hópakeppni KR körfu en hún mun fara fram laugardaginn 24. maí næstkomandi. Fyrstu leikir hefjast klukkan 11:00 og verður spilað í DHL-Höllinni.
Reglur og fyrirkomulag eru eftirfarandi:
Keppnin hefst 11:00 laugardaginn 24.maí. Umsjón er í höndum leikmanna meistaraflokks karla og kvenna. Þátttökugjald 25.000- krónur (menn geta keypt leikmenn meistaraflokks fyrir 10.000-) Leikmenn meistaraflokks og aðrir góðir stúkudómarar sjá um dómgæsluna.
Leiktími verður 2×12 mínútur og leikklukka ekki stöðvuð.
Leikmenn verða útilokaðir við 4 villu.
Skotvilla verður 1 víti sem gefur 2 stig.
Riðlar verða settir upp þegar skýrist með þátttökuna.
Allir fá pottþétt 4 leiki.
Nú er bara að smala saman í lið og skrá sig, skráningin stendur yfir og þarf að skrá sig hjá Benedikt Guðmundssyni á skrifstofu KR með tölvupósti [email protected] fyrir miðvikudaginn 21. maí. Tölvupóstur verður sendur með upplýsingum um leikjaniðurröðun fimmtudaginn 22. maí.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin en öllum er frjálst að vera með og viljum við eindregið hvetja áhugasama að taka þátt og hefja sumarið á skemmtilegri firmakeppni.