Fjölnir hefur samið við framherjann Fiona O´Dwyer um að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominos deild kvenna.
O´Dwyer er 182 cm, 29 ára gamall framherji sem undanfarin ár hefur leikið með Ensino Lugo í efstu deild á Spáni. Hún er með bandarískt og írskt vegabréf, en hefur leikið með landsliði Írlands.