spot_img
HomeFréttirFinnur: Verðum ekki sáttir nema Brynjar Þór muni lyfta titlinum á laugardaginn

Finnur: Verðum ekki sáttir nema Brynjar Þór muni lyfta titlinum á laugardaginn

 

KR

 

KR er sigursælasta lið bikarkeppninnar frá upphafi. Á fyrsta áratug keppninnar, frá 1970 til 1980 unnu þeir 7 bikarmeistaratitla. Síðan þá hafa þeir verið 4 og sá síðasti í fyrra eftir minna spennandi úrslitaleik gegn Þór. Gengi KR liðsins síðustu ár að mörgu leyti undravert. Eru sem stendur handhafar allra stærstu titla íslensks körfubolta, deildar, bikar og Íslandsmeistarar.

 

Leið þeirra í höllina þetta árið þó ein sú auðveldasta í manna minnum, allar þrjár viðureignirnar gegn liðum í neðri deildum. Fóru frekar auðveldlega í gegnum fyrri tvær umferðirnar, gegn Gnúpverjum og Fjölni, en voru svo í hörkuleik gegn toppliði fyrstu deildarinnar Hattar á Egilstöðum í 8 liða úrslitunum. Valur að sjálfsögðu enn eitt neðri deildarliðið sem að þeir dragast gegn og ættu, að öllu jöfnu, að gera út af við þann leik snemma. Ekkert er þó gefið fyrirfram. Valur spilar með 5 menn inni á vellinum alveg eins og KR í þessar 40 mínútur sem að venjulegur leiktími leiksins er og því skulum við ekki gera ráð fyrir neinu.

 

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Val fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17:00

Síðasti leikur þessara liða í deild: 101-78 sigur 13. mars 2014 

Viðureign í 8 liða úrslitum: 92-87 sigur á Hetti

Viðureign í 16 liða úrslitum: 115-65 sigur á Fjölni

Viðureign í 32 liða úrslitum: 111-53 sigur á Gnúpverjum

Fjöldi bikarmeistaratitla: 11

Síðasti bikarmeistaratitill: 2016

 

Viðtöl

 

Finnur Freyr Stefánsson:

 

Brynjar Þór Björnsson:

Fréttir
- Auglýsing -