Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari U20 ára landsliðs karla, hefur valið 28 leikmenn í æfingahóp sinn. Leikmennirnir munu koma saman og æfa helgina 16.-18. maí og eftir þá helgi yrði fækkað í hópnum. Verkefni sumarsins er Norðurlandamót U20 ára liða sem fram fer í Finnlandi um miðjan júlí. www.kki.is greinir frá.
Frank Booker Jr. hefur verið valinn í hópinn en hann er sonur Frank Booker sem gerði garðinn frægan í íslenska boltanum hér á árum áður. Booker yngri á íslenska móður og því með tvöfalt ríkisfang, nánar um Booker Jr. hér.
Leikmenn · Lið
Andrés Kristleifsson · Höttur
Dagur Kár Jónsson · Stjarnan
Davíð Guðmundsson · Skallagrímur
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík
Emil Karel Einarsson ·Þór Þ.
Erlendur Stefánsson · FSu
Eysteinn Ævarsson · Höttur
Frank Booker Jr. · USA
Hugi Hólm Guðbjörnsson · KR
Ingvi Rafn Ingvarsson · Tindastoll
Jens Valgeir Óskarsson · Grindavik
Jóhann Jakob Friðriksson · KFÍ
Kjartan Helgi Steinþórsson · Grindavik
Maciej Baginski · Njarðvík
Maciej Klimaszewski · FSu
Martin Hermannsson · KR
Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
Oddur Rúnar Kristjánsson · KR
Ragnar Bragason · ÍR
Róbert Sigurðsson · Fjölnir
Sigurður Dagur Sturluson · Stjarnan
Snjólfur Björnsson · Snæfell
Stefán Karel Torfasson · Snæfell
Svavar Stefánsson · FSu
Tómas Hilmarsson · Stjarnan
Valur Orri Valsson · Kefalvik
Þorgeir Blöndal · KR
Þorgrimur Emilsson · ÍR
Mynd/ Martin Hermannsson, besti leikmaður Domino´s deildarinnar 2013-2014, er í hópnum.



