spot_img
HomeFréttirFinnur tekur við karlaliði KR

Finnur tekur við karlaliði KR

Sport.is greindi frá því í gær að skv. sínum heimildum væri Finnur Freyr Stefánsson þjálfari kvennaliðs KR að taka við karlaliði félagsins. Finnur tók við með Helga Magnússyni eftir að Gunnar Sverrisson aðstoðarþjálfari KR var látinn fara frá félaginu. Í frétt Sport.is segir:
 
Það er eitt og annað að gerjast í Dominos-deild karla þessa daganna en svo virðist sem öll liðin í Dominos-deild karla séu búin að ráða sér þjálfara fyrir komandi tímabil. Benedikt Guðmundsson framlengdi á dögunum við Þór í Þorlákshöfn til tveggja ára og Örvar Kristjánsson mun stýra ÍR á komandi tímabilum. Þá herma heimildir Sport.is að Finnur Freyr Stefánsson sé að taka við sem aðalþjálfari KR.
 
Finnur Freyr hefur verið þjálfari kvennaliðsins undanfarin ár en hann tók við sem aðstoðarþjálfari liðsins eftir að Gunnari Sverrissyni var vikið frá störtum á tímabilinu. Samkvæmt heimildum Sport.is verður Helgi Magnússon leikmaður á næsta tímabili og þarf ekki að sjá um þjálfun liðsins. KR-ingar hafa mikið ráðið eigin mannskap til að stýra liðinu en þess má geta að seinustu þjálfarar liðsins hafa allir leikið með eða komið innan raða KR.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -