spot_img
HomeFréttirFinnur Stjarnan stöðugleikann með Silfurskeiðinni?

Finnur Stjarnan stöðugleikann með Silfurskeiðinni?

Lið: Stjarnan

Íslandsmeistaratitlar eftir úrslitakeppni: 0

Staða eftir deildarkeppni: 2. sæti

 

Mótherji í 8 liða úrslitum: ÍR

 

 

Innbyrðisviðureignir gegn ÍR í vetur:

Líkt og önnur lið í þessum 8 liða úrslitum, þá skiptu ÍR og Stjarnan með sér sigrum í vetur. Fyrri leikurinn fór fram á Ásgarði snemma á tímabilinu þar sem ÍR var með unnin leik í hálfleik en tapaði honum á ævintýralegan hátt. Seinni leikurinn fór fram í Seljaskóla í byrjun árs þar sem breiðhyltingar voru einfaldlega stekari og unnu góðan sigur.  

 

 

Hvað þarf Stjarnan að gera til að komast í undanúrslit?

Svarið er einfalt. Stjarnan þarf að fá Justin Shouse inní liðið að fullum kraft í úrslitakeppninni. Liðinu hefur gengið illa að taka upp boltann eftir að hann meiddist auk þess sem sigurhugarfar hans og leiðtogahæfni er slík að öll lið myndu sakna þess. Ofan á það þurfa leikmenn eins og Arnþór og Eysteinn að spila góða leiki en báðir hafa átt slaka leiki inná milli sem gæti orðið dýrt á þessum stað. Hvernig liðið ætlar að verjast hindrunum ÍR gæti einnig reynst stór partur en Quincy Hankins hefur reynst mjög erfiður þegar hann rúllar af hindrunum á blokkina. 

 

 

Hvað gæti farið úrskeiðis?

Ef stemmningin í Ásgarði batnar ekki og liðið tapar enn og aftur baráttunni utan vallar gæti liðið tapað fyrsta leik og þá strax er holan orðin djúp. Ef Justin kemur ekki inn og liðið nær ekki að hægja á leik ÍR líkt og þeir hafa gert vel gegn t.d. KR getur Stjarnan auðveldlega tapað 3-0 einvíginu. En til þess þarf nákvæmlega allt að fara úrskeiðis og fleiri lykilmenn að detta út eða eiga ömurlega leiki. Það hefur hinsvegar gerst hjá Stjörnunni í vetur og því er miði möguleiki á þessum tímapunkti. 

 

 

Lykilleikmaður:

Það er engin eins og Hlynur Bæringsson í Dominos deildinni. Styrkur hann og skynsemi inná vellinum er sjaldséð og það eitt og sér á að fleyta Stjörnunni lengra. Hlynur þarf að gera Quincy erfitt fyrir undir körfunni þar sem hann ekki með bestu hreyfingarnar á blokkinni en getur klárað færin sín frábærlega fái hann minnsta pláss. Hlynur má ekki hverfa í leikjunum ætli Stjarnan sér stóra hluti og það veit hann og liðið vel. 

 

 

Fylgist með:

Eysteinn Bjarni Ævarsson hefur reynst mikilvægur fyrir liðið frá áramótum. Hann hefur vanist hlutverki sínu vel síðan þá og átt mjög góða leiki uppá síðkastið. Hann er fínn varnarmaður og er með 6 stig og 2,6 fráköst í leik. Hans framlag gæti reynst mjög mikilvægt í einvíginu. 

 

 

Spá hlustenda:

Fyrir síðasta þátt af Podcasti Karfan.is voru hlustendur beðnir um að spá fyrir um úrslit þessa einvígis. Flestir halda að einvígið fari í fimm leiki þar sem jafn margir setja atkvæði sitt á ÍR og Stjörnunna. Naumur meirihluti telur að Stjarnan vinni einvígið eða 53% gegn 47% sem segja ÍR hafa vinninginn. Þessar niðurstöður eru þær jöfnustu í könnun vikunnar og því hægt að gera ráð fyrir spennandi einvígi. 

 

 

Leikdagar í 8 liða úrslitum:

Leikur 1 16. mars kl. 19:15 Ásgarði – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Leikur 2 18. mars kl. 16:00 Seljaskóla  – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Leikur 3 22. mars kl. 19:15 Ásgarði – í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

Leikur 4 24. mars kl. 19:15 Seljaskóla  (ef þarf)

Leikur 5 26. mars kl. 19:15 Ásgarði (ef þarf)

 

Viðtöl: 

Fréttir
- Auglýsing -