spot_img
HomeFréttirFinnur með þungt högg á uppeldisklúbbinn

Finnur með þungt högg á uppeldisklúbbinn

 

Eins og Karfan hefur greint frá þá mun Helgi Magnússon dusta rykið af skónum og mæta til móts við lið KR og klára úrslitakeppnina þetta árið með liðinu. Liðið stendur í því að Brynjar er fingurbrotinn og Jón Arnór Stefánsson virðist vera einn stærsti segull á meiðsli þó víðar væri leitað.  Nokkuð rökrétt hjá KR að leita til Helga þar sem aðstæður leyfa það. 

 

Yngri bróðir Helga og fyrrum leikmaður KR skítur hinsvegar föstum skotum á sinn uppeldisklúbb með nýjasta tísti sínu á Twitter.  "Elska panic mode hjá stórveldum" segir í tísti frá Finn og án þess að hafa það staðfest þá virðist hann vera að skjóta á sinn gamla klúbb og þá staðreynd að Helgi sé á leiðinni tilbaka að spila. Öllu þessi fylgir þó líklega góðlátt grín milli þessara þriggja (Finns, KR og Helga stóra bróður) 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -