spot_img
HomeFréttirFinnur með Borgnesinga næstu þrjú árin

Finnur með Borgnesinga næstu þrjú árin

Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms hefur endurnýjað samning sinn við Finn Jónsson um þjálfun meistaraflokk karla. Endurnýjaður samningur gildir til næstu þriggja ára. www.skallagrimur.is greinir frá.

Í frétt á heimasíðu Skallanna segir ennfremur:

Finnur tók við meistaraflokki um síðustu áramót eftir að Pétur Ingvarsson hætti þjálfun liðsins. Finnur á að baki langan feril innan Skallagríms enda borinn og barnfæddur Borgnesingur. Hann var leikmaður meistaraflokks til fjölda ára, yfirþjálfari yngri flokka, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla með Pálma Þór Sævarssyni og þá þjálfaði hann meistaraflokk kvenna í nokkur ár. Einnig þjálfaði Finnur meistaraflokk kvenna hjá KR áður en hann tók við Skallagrími um síðustu áramót. Þá hefur hann komið að þjálfun yngri landsliða Íslands.

Heimasíðan heyrði í Finni eftir undirskriftina. Hann lítur með eftirvæntingu til næsta tímabils. „Stefna er sett beint upp í úrvalsdeild á ný þar sem Skallagrímur á heima. Ég ætla að leggja áherslu á að byggja upp góðan grunn svo Skallagrímur komi til með að eiga varanlegt sæti í úrvalsdeild í framtíðinni," sagði Finnur. „Vonandi náum við síðan að halda sem flestum leikmönnum frá síðasta tímabili. Meiningin er að byggja áfram í kringum þann kjarna. Þegar lokahópurinn verður klár þá setjum við okkur frekari markmið," bætti Finnur við sem líst vel á komandi tímabil heima í Borgarnesi.

Fréttir
- Auglýsing -