spot_img
HomeFréttirFinnur: Kraftasúpa í Borgarnesi gæti stolið sigri

Finnur: Kraftasúpa í Borgarnesi gæti stolið sigri

Finnur Jónsson fyrrum þjálfari KR-kvenna og núverandi þjálfari Skallagríms velti sér stundarkorn upp úr einvígi Snæfells og Keflavíkur í úrslitum Domino´s-deildar kvenna en einvígi liðanna hefst í Stykkishólmi í kvöld.

 

Snæfell-Keflavík þetta verður hörku einvígi þar sem að tvö fyrnasterk lið mætast. Bæði lið mjög vel mönnuð, með mjög hæfileikaríka erlenda leikmenn og síðast en ekki síst bæði lið með frábæra þjálfara i þeim Sigga Ingimundar og Inga. 

Ég segi að heimavöllurinn eigi eftir að vega þungt. Hólmarar tapa ekki mörgum leikjum heima og stemmningin og umgjörðin i Hólminum er til fyrirmyndar, það er ekki nema að Keflvíkingar stoppuðu í kraftasúpu i Borgarnesi að þær nái að stela útisigri i þessari seríu. Eins eru Keflvíkingar gríðarlega sterkar heima og ég veðja á að vinkona mín Sara Rún komi til með að kveðja Klakann með flottum leikjum í þessari seríu. Ég þori ekki að spá til um sigurvegara i þessari seríu en megi betra liðið sigra.

Fréttir
- Auglýsing -