spot_img
HomeFréttirFinnur: Heildarframmistaðan mjög góð

Finnur: Heildarframmistaðan mjög góð

Símon B. Hjaltalín ræddi við þjálfara Snæfells og KR eftir viðureign liðanna í Stykkishólmi í kvöld en þá tók KR 2-0 forystu gegn Snæfell í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla. 
 
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.
“KR eru stórir held ég fyrir öll lið í deildinni og við þurfum að sýna hvort þetta verði síðasti heimaleikur okkar í deildinni í vetur eða ekki á fimmtudaginn. Ég hef trú á mínum mönnum að þeir sýni svolítið hjarta. Mér fannst Sigurður Þorvalds vera sá eini sem var að sýna sitt rétta andlit hérna í dag en aðrir náðu því ekki. Við vorum að laga sérstaklega nokkra hluti hérna í byrjun leiks frá fyrsta leiknum sem ég var ánægður með en við vorum alltof ragir sóknarlega séð. Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim og leyfðum þeim að ýta okkur út úr því sem við vorum að gera. Það var ekki fyrr en eftir átta til níu mínútna leik sem við fórum að sína smá kraft og reyna spila vel á þá, en þeir voru þá búnir að ná þessu forskotið sem þeir halda út leikinn.”
 
 
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.
“Við erum búnir að eiga þessa tvo svona ágætis heildarleiki og það sem er líkt í þeim er að það koma góðir kafla í leikjunum sem skilar okkur forskoti og gefur okkur sigur. Heilt yfir getum við spilað betur og viljum vera að bæta okkur leik eftir leik. Demond Watt átti góðan leik hérna í dag og heildarframmistaðan mjög góð. Það skiptir máli að byrja sterkt í næsta leik og við förum yfir okkar atriði bæði varnarlega og sóknarlega, bætum í og gerum aðeins betur í að lengja góðu kaflana og stytta slæmu. Ég vonast bara eftir troðfullu húsi af KRingum og Hólmurum á fimmtudag og verð vonsvikinn annars.”
 
 
Fréttir
- Auglýsing -