spot_img
HomeFréttirFinnur: Grófum okkur of djúpa holu

Finnur: Grófum okkur of djúpa holu

Finnur Jónsson þjálfari Borgnesinga var daufur í dálkinn eftir leik í Fjósinu í kvöld. Finnur var ansi nærri því að verða fyrsti þjálfarinn til að fara með Skallagrím í bikarúrslit en það vildi ekki verða að sinni, Stjörnusigur í þetta skipti, 97-102.
 
 
„Við grófum okkur bara of djúpa holu, förum ekki eftir leikskipulagi varnarlega í byrjun og við vorum bara að reyna að moka okkur upp úr þessari holu. Það er erfitt gegn gæðaleikmönnum eins og þeim sem eru í Stjörnunni,“ sagði Finnur og nú þegar bikardraumurinn er úti þá blasir við enn harðari veruleiki Skallagríms í Domino´s deildinni þar sem 1. deildin sækir hart að þeim.
 
„Næsti leikur er gegn Fjölni, nú eru bara allir leikir bikarleikir!“
  
Fréttir
- Auglýsing -