Callum Lawson hefur á nýjan leik samið við Val fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.
Callum kemur til liðsins frá Keflavík, þar sem hann kláraði síðasta tímabil. Áður hefur hann einnig leikið fyrir Þór, Tindastól og Val á Íslandi, en með Val varð hann Íslandsmeistari 2022 og bikarmeistari 2023.
“Við erum einkar ánægðir með að fá Callum til okkar aftur eftir nokkurra ára fjarveru. Hann er frábær liðsmaður og félagi sem kemur með mikla fjölhæfni að borðinu. Við eigum góða sögu saman og hlökkum til að skrifa næsta kafla á næsta tímabili” sagði Finnur Freyr Stefánsson þjálfari liðsins.



