Finnur Freyr Stefánsson stýrði KR til þriðja Íslandsmeistaratitils félagsins í röð í gærkvöldi. Finnur sagði í samtali við Karfan TV að hann væri alveg búinn á því, hausinn væri bara farinn! Finnur sagði einnig að Njarðvíkurserían hafi tekið mikið frá KR en á sama tíma hafi hún styrkt hópinn sem þurfti að ganga í gegnum mikla aðlögun eftir að hafa misst Ægi Þór Steinarsson í atvinnumennskuna á Spáni.
Mynd/ Bára Dröfn



