Pálmi Þór Sævarsson þjálfar mfl. karla í Borgarnesi næsta tímabil og Finnur Jónsson þjálfar mfl. kvenna. Pálmi Þór hefur í mörg ár spilað með mfl. Skallagríms og var í vetur aðstoðarþjálfari hjá Konrad Tota.
Þetta er þriðja tímabil Finns með mfl. kvenna. Finnur verður jafnframt yfirþjálfari yngriflokka og mun einnig sinna þar þjálfun. Þá verður hann verkefnisstjóri í hlutastarfi fyrir deildina. Finnur verður greinastjóri körfuboltans á unglingalandsmóti í Borgarnesi í sumar ásamt Pálma Þór.
Deildin væntir mikils af þessum köppum sem eru öllum hnútum kunnugir hjá Skallagrím og íþróttinni og hafa sjálfir spilað í mörg ár í meistaraflokki Skallagríms ásamt því að þjálfa kvennaliðið og yngri flokka.
Ljósmynd/ Sigríður Leifsdóttir: Finnur Jónsson t.v., fyrir miðju er formaður deildarinnar Pálmi Blængsson og Pálmi Þór lengst t.h.



