Finnur Freyr Stefánsson sagði 3-0 sigur á Grindavík vera hrikalega vel gert og var þjálfarinn gríðarlega sáttur með sína menn með þennan sigur í seríunni. „Grindvíkingar eru örugglega besta áttunda sætis lið sögunnar,“ sagði Finnur sem stóð keikur þrátt fyrir veikindi en hann og Craion voru báðir með einhverja pest í liði KR í kvöld.



