spot_img
HomeFréttirFinnur Atli spilar ekki með Haukum á næsta tímabili

Finnur Atli spilar ekki með Haukum á næsta tímabili

Finnur Atli Magnússon mun ekki leika með Haukum í Dominos deild karla á næsta tímabili. Þetta staðfestir hann í samtali við Karfan.is í morgun en hann hefur verið ráðinn styrktarþjálfari ungverska liðsins Cegled. 

 

Ástæðan er sú að líkt og greint var frá í gær samdi unnusta Finns Atla, Helena Sverrisdóttir við Cegled um að leika með liðinu á næsta tímabili. Finnur mun því fylgja Helena til Ungverjaland og var boðið starf styrktarþjálfara liðsins. 

 

„Ég er bara gríðarlega spenntur fyrir þessu starfi.“ sagði Finnur Atli og bætti við:  „En ég mun af öllum líkindum ekki spila körfubolta á næsta tímabili en ég mun samt leita mer af einhverjum bolta þarna úti. Hvort það gengur upp verður bara að koma í ljós í millitíðinni verð ég bara "trophy husband".“

 

Það er því ljóst að Haukar hafa orðið fyrir miklum missi í Dominos deild karla því Finnur Atli var með 9,1 stig og 7,1 fráköst að meðaltali í leik. Haukar missa einnig Breka Gylfason í sumar til Bandaríkjana og því ljóst að liðið verður nokkuð breytt á næsta ári. 
 

Fréttir
- Auglýsing -