spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFinnur Atli semur við Hauka

Finnur Atli semur við Hauka

Framherjinn Finnur Atli Magnússon mun taka slaginn með Haukum í fyrstu deild karla á komandi tímabili samkvæmt heimildum Körfunnar. Finnur Atli kemur til liðsins frá úrvalsdeildarfélagi Vals þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil.

Finnur Atli er gríðarlega reynslumikill leikmaður sem að upplagi er úr KR, en þá hefur hann einnig leikið fyrir Snæfell og Hauka áður. Með Haukum lék hann síðast frá 2015 til 2018 þar sem hann meðal annars vann deildarmeistaratitil með félaginu.

Haukar hafa samið við marga góða leikmenn fyrir komandi átök í fyrstu deildinni og ljóst er að pressan er orðin einhver á að þetta sterka félag verði aðeins þetta eina tímabil í fyrstu deildinni, en tímabil þeirra fer af stað þann 27. næstkomandi gegn Reyni í Sandgerði.

Fréttir
- Auglýsing -