spot_img

Finni í Ólafssal

Hin finnska Kaisa Kuisma hefur samið við lið Hauka fyrir tímabilið í Subway deild kvenna sem hefst í kvöld.

Kuisma er 29 ára gamall framherji sem lék síðast með Kouvot í heimalandinu. Hún kom við sögu í leiknum um meistara meistaranna nýverið, þar sem Haukar lögðu Íslandsmeistara Vals að velli með flautukörfu. Í þeim leik skoraði hún 9 stig og tók 3 fráköst.

Haukar hefja tímabilið gegn nýliðum Snæfells í kvöld, þriðjudag.

Fréttir
- Auglýsing -