Finnland gerði sér lítið fyrir og sigraði Frakkland í framlengdum opnunarleik sínum á lokamóti EuroBasket 2017, 86-84. Nokkuð óvænt úrslit þar sem að fyrir mót hafði verið gefinn út styrkleikalisti þar sem að Finnland átti að vera átjánda besta lið mótsins, en Frakkland það þriðja.
Mikill stuðningur er við bakið á Finnlandi á heimavelli í Hartwall Arena í Helsinki, þar sem yfir 10 þúsund finnar mættu á leikinn í kvöld. Gaman verður að sjá hvernig stemmingin verður á síðasta leik riðlakeppninnar þegar að heimamenn taka á móti yfir þúsund brjáluðum stuðningsmönnum íslenska liðsins.
Myndir og fleira úr leik kvöldsins má sjá hér