spot_img
HomeFréttirFinnaleikurinn sat enn í 16 ára liðinu

Finnaleikurinn sat enn í 16 ára liðinu

Stelpurnar í U16 léku gegn Dönum í morgun um þriðja sætið. Stelpurnar voru lengi í gang en leikur gærkvöldsins hafði án efa eitthvað að segja um til hvernig stelpurnar léku en grátbroslegt tap fyrir finnska liðinu í gærkvöldi sat enn í þeim. Danir unnu 62-56 eftir að hafa leitt allan leikinn.
Það var danska liðið sem var kraftmeira í upphafi og höfðu frumkvæðið allan tímann en Ísland var þó aldrei langt undan. Það var skrýtin stemning í byrjun leiks og stelpurnar töpuðu mörgum boltum en í hálfleik voru töpuðu boltarnir orðnir 14 og urðu í heildina 24. Staðan í hálfleik var 22-27 og Ísland inni í leiknum.
 
Tómas Holton, þjálfari liðsins, breytti um varnartaktík í leiknum til að brjóta um sóknaraðgerðir danska liðsins. Það hafði ekki tilætluð áhrif en þegar leið á fjórða leikhluta vaknaði íslenska liðið af værum blundi og fór að minnka muninn. Munurinn fór í fjögur stig en nær komst Ísland ekki og Danir tryggðu sér þriða sætið.
 
Stigahæst hjá Íslandi var Sara Rún Hinriksdóttir með 24 stig en hún var allt í öllu hjá Íslandi. En ásamt því að leiða liðið í stigum þá var hún einnig frákastahæst ásamt Söndru Lind Þrastardóttur með átta fráköst. Hún tók einnig þrjár stoðsendingar, varði þrjú skot og stal tveim boltum. Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 12 stig og Sandra Lind setti sjö stig.
 
Fjórða sætið niðurstaða sem er ótrúleg niðurstaða þar sem liðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í úrslitum.
 
Stelpurnar mega vera stoltar af framgöngu sinni á mótinu en þær unnu þrjá leiki á mótinu og þ.m.t. Finna sem stóðu uppi sem sigurvegarar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -