15:26
{mosimage}
Hinn margreyndi leikmaður Michael Finley hefur gert nýjan samning við San Antonio Spurs í NBA deildinni. Samningurinn mun vera til tveggja ára og að andvirði 5 milljóna Bandaríkjadala.
Finley sem er 35 ára gamall var byrjunarliðsmaður hjá Spurs í 61 leik á síðasta tímabili og gerði 10,1 stig og tók 3,1 frákast að meðaltali í leik. Finley kom fyrst til Spurs árið 2005 og nú bendir allt til þess að hann muni ljúka ferli sínum hjá félaginu. [email protected]



