spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFimmtíu og tveggja stiga sigur í fyrsta leik tímabilsins

Fimmtíu og tveggja stiga sigur í fyrsta leik tímabilsins

Það var mikið um dýrðir á Álftanesi þegar að fyrsti leikur tímabilsins í Bónus deildinni fór fram.

Andstæðingar að þessu sinni nýliðarnir úr Laugardalnum, Ármenningar. Margir körfuboltaáhugamenn hafa beðið spenntir eftir því að sjá hvernig lið Ármanns lítur út í úrvalsdeild eftir að hafa mestmegnis hlaupið yfir neðri deildir undanfarin ár án mikillar mótspyrnu. 

Álftnesingar byrjuðu með David Okeke í miðjunni ásamt Shawn Hopkins, Ade Murkey, Sigurði Péturssyni og Dúa Jónssyni. Hinum megin byrjuðu Bragi Guðmundsson, Daniel Love, Marek Dolezaj, Frosti Valgarðsson og uppistandarinn og íslendingurinn Cedric Bowen. 

Það sást strax á fyrstu sekúndum leiksins að hér var á ferðinni ójafn leikur. Heimamenn voru stærri, betri, sterkari og tilbúnari. Þeir ruku upp í 22-4 forystu og fyrsti leikhluti fór 36-13 og leikurinn búinn. 

Það sem eftir lifði leiks voru bæði liðin i þriðja gír og allir á vellinum, leikmenn, foreldrar þeirra, áhorfendur og fjarskildir ættingjar vissu hvernig leikurinn myndi fara. 40 stiga forysta heimamanna í hálfleik hélt sér út leikinn og heiðbláir Álftnesingar sigldu auðveldum sigri heim, 121 – 69. 

Eftirtektarverðir punktar úr leiknum: 

  • Bragi Guðmundsson spilaði hverja einustu sekúndu í leiknum og skoraði 25 stig. Ég er ekki viss um að það séu til margir 50 stiga sigrar þar sem einhver spilar allan leikinn. 
  • Getum við farið aftur til dagana þar sem númerin 4-15 voru notuð? Er ekki óþarfi að það séu leikmenn númer 95, 23 og 18 inni á vellinum. 
  • Ragnar Nathanaelsson átti mjög flotta innkomu eftir að hafa verið í fyrstu deildinni undanfarin ár. Ekki bara góður í klefanum. 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -