spot_img
HomeFréttirFimmti sigur TCU í röð

Fimmti sigur TCU í röð

17:33
{mosimage}

(Helena Sverrisdóttir) 

Helena Sverrisdóttir skoraði níu stig og tók tólf fráköst í sigri TCU á No. 22/22 Wyoming í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær, 73-59. Helena var fyrr í vikunni útnefnd leikmaður vikunnar í deildinni sem TCU leikur í og sýndi hún í gær að frammistaða hennar undanfarið er engin tilviljun. Þetta kemur fram á www.visir.is  

Á þeim 28 mínútum sem hún lék í gær skoraði hún níu stig, tók tólf fráköst – þar af sex í sókn – og gaf fjórar stoðsendingar. Aðeins vantaði því eitt stig upp á tvöfalda tvennu hjá henni. Hún hitti úr tveimur skotum af átta innan þriggja stiga línunnar og eitt af fjórum utan hennar. Hún nýtti tvö af fjórum vítaskotum. 

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -