spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFimmtán stiga Stólasigur í Síkinu

Fimmtán stiga Stólasigur í Síkinu

Tindastóll tók á móti Skagamönnum í Bónus deild karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Stólar höfðu farið inn í landsleikjahlé með erfitt tap fyrir Grindavík á bakinu og Síkið ætlaðist til betri hluta.

Heimamenn fóru aðeins betur af stað og komust í 9-3 eftir rúmar 2 mínútur. Skagamenn svöruðu vel og voru að fá nokkuð góð look á körfuna, ekki síst í 3ja stiga skotum sem þeir settu nokkur niður. Varnarleikur Stóla var ekkert til að hrópa húrra fyrir og stundum eins og slenið sem þeir sýndu í Grindavík væri enn í þeim. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 30-27, ansi mikið skorað. Raggi kom Stólum í 33-27 í upphafi annars leikhluta en þá tóku Skagamenn á smá sprett og komust yfir 33-34. Liðin skiptust á höggum og Walker kom gestunum í 37-38 um miðjan leikhlutann en þá loks vöknuðu Stólar í vörn og sókn. Síðustu 5 mínúturnar settu heimamenn 18 stig gegn aðeins 4 gestanna og komust 13 stigum yfir í hálfleik, 55-42.

Þessi munur hélst nokkurnveginn út þriðja leikhluta þó gestirnir hafi tvisvar náð að koma honum niður fyrir 10 stig þá áttu heimamenn alltaf svör. Sama saga var uppi á teningnum í fjórða leikhluta og Stólar bættu aðeins í og komust mest 19 stigum yfir áður en minni spámenn fengu að klára leikinn. Lokatölur 102-87, þægilegur sigur Tindastóls.

Hjá Stólum var Raggi öflugur með 19 stig og 10 fráköst. Basile bætti við 18 stigum og Arnar Björns 19. Hjá gestunum var Zudzum stigahæstur með 25 stig

Tölfræði leiks

Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 19/5 stoðsendingar, Ragnar Ágústsson 19/10 fráköst, Dedrick Deon Basile 18/5 fráköst/6 stoðsendingar, Taiwo Hassan Badmus 18/6 fráköst, Ivan Gavrilovic 15/5 fráköst, Davis Geks 6/5 fráköst, Adomas Drungilas 3/6 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 2, Pétur Rúnar Birgisson 2, Sæþór Pétur Hjaltason 0, Víðir Elís Arnarsson 0, Viðar Ágústsson 0.


ÍA: Gojko Zudzum 25/7 fráköst, Kristófer Már Gíslason 12, Ilija Dokovic Dokovic 11/7 stoðsendingar, Dibaji Walker 11/4 fráköst, Styrmir Jónasson 11/4 fráköst, Josip Barnjak 10/4 fráköst, Aron Elvar Dagsson 4/6 fráköst, Hjörtur Hrafnsson 3, Daði Már Alfreðsson 0, Jóel Duranona 0, Tómas Ingi Hannesson 0.

Fréttir
- Auglýsing -