Eurobasket 2017 hefst á morgun með sex leikjum í A- og B riðlum mótsins. Ísland mætir Grikklandi kl 13:30 en í liði Grikklands vantar þeirra helstu stjörnu Giannis Antotukoumnpo leikmann Milwaukee Bucks.
Giannis er ekki eina stórstjarnan sem missir af Eurobasket 2017 vegna meiðsla en NBA stjörnur hafa verið duglegar að falla úr lestinni síðustu vikur.
Eurohoops setti saman lista yfir 15 leikmenn sem missa af Eurobasket af ýmsum ástæðum. Þetta eru allt leikmenn sem verður sárt saknað á mótinu og körfuboltaáhugamenn eru svekktur að fá ekki að sjá. Þrír af þessum lista eru úr riðli Íslands en Frakkland leikur án Batum og Gobert svo einhverjir séu nefndir. Serbía missir þó flesta eða þrjá og eru það engin smá nöfn.
Hér að neðan má finna lista yfir þá 15 leikmenn sem við munum sakna á Eurobasket 2017:
– Milos Teodisoc (Serbia – Los Angeles Clippers)
– Ante Zizic (Króatía – Cleveland Cavaliers)
– Sergio Llull (Spánn – Real Madrid)
– Giannis Antetokounmpo (Grikkland – Milwaukee Bucks)
– Nicolas Batum (Frakkland – Charlotte Hornets)
– Ersan Ilyasova (Tyrkland – Atlanta Hawks)
– Danilo Gallinari (Ítalía – Los Angeles Clippers)
– Nikola Mirotic (Spánn – Chicago Bulls)
– Nemanja Bjelica (Serbia – Minnesota Timberwolves)
– Jan Vesely (Tékkland – Fenerbahce)
– Alex Len (Úkraínu – Pheonix Suns)
– Nikola Jokic (Serbía – Denver Nuggets)
– Rudy Gobert (Frakkland – Utah Jazz)
– Domantas Sabonis (Litháen – Indiana Pacers)
– Omer Asik (Tyrkland – New Orleans Pelicans)
Hvað sem veldur því þá er Ísland með á Eurobasket og ætlar sér að vinna einn leik á þessu móti. Fyrsti leikur liðsins er gegn Grikklandi kl 13:30 á morgun og verður í beinni útsendingu á RÚV.