Fimmtán áru eru liðin frá því að Haukar komust síðast upp úr 8-liða úrslitum í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla. Í kvöld bjóða Haukar Keflvíkingum á heimavöll sinn í þriðju viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar. Haukar með bakið upp við vegg enda 0-2 undir og Keflavík dugir aðeins einn sigur til þess að komast áfram í undanúrslit.
Síðast fóru Haukar upp úr 8-liða úrslitum árið 2000 þegar þeir lögðu Þór Akureyri 2-1 en féllu svo út 2-3 í undanúrslitum gegn Grindavík. Það ár varð KR Íslandsmeistari og innihélt það lið m.a. Jón Arnór nokkurn Stefánsson.
Síðastliðin 15 ár hefur þátttaka Hauka í úrslitakeppninni verið af skornum skammti því á 15 árum hefur liðið sjö sinnum tekið þátt og einu sinni komist upp úr 8-liða úrslitum. Ef Haukar eiga að toppa árangur sinn síðustu fimmtán ár og ná inn í undanúrslit þurfa þeir að vinna þrjá leiki í röð gegn Keflavík!
Við skulum því reikna með útkalli í Hafnarfirði og svakalegum leik í kvöld en á 80 mínútum sem liðin hafa þegar afgreitt í seríunni eru aðeins níu stig sem skilja liðin að.
Árangur Hauka í úrslitakeppninni frá árinu 2000:
2014:
Haukar tapa 3-0 gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum
2013:
Ekki með í úrslitakeppninni
2012:
Ekki með í úrslitakeppninni
2011:
Haukar tapa 2-1 gegn Snæfell í 8-liða úrslitum
2010:
Ekki með í úrslitakeppninni
2009:
Ekki með í úrslitakeppninni
2008:
Ekki með í úrslitakeppninni
2007:
Ekki með í úrslitakeppninni
2006:
Ekki með í úrslitakeppninni
2005:
Ekki með í úrslitakeppninni
2004:
Haukar tapa 2-0 gegn Njarðvík í 8-liða úrslitum
2003:
Haukar tapa 2-1 gegn Tindastól í 8-liða úrslitum
2002:
Haukar tapa 2-1 gegn Keflavík í 8-liða úrslitum
2001:
Haukar tapa 2-0 gegn KR í 8-liða úrslitum
2000:
Haukar vinna Þór Akureyri 2-1 í 8-liða úrslitum.



