spot_img
HomeFréttirFimmta tap CSKA Moskvu í meistaradeildinni – Stórleikir í kvöld

Fimmta tap CSKA Moskvu í meistaradeildinni – Stórleikir í kvöld

Sjötta umferð meistaradeildar Evrópu hófst í gærkvöldi með fjórum leikjum í A, C og D-riðlum. Fátt hefur gengið í haginn hjá stórveldinu CSKA Moskvu á tímabilinu í meistaradeildini. Þeir sitja á botni D-riðils með aðeins einn sigur úr sex leikjum en í gærkvöldi töpuðu þeir fyrir ítalska liðinu AJ Milano.
Bandaríkjamaðurinn Ibrahim Jaaber var stigahæstur hjá ítölunum með 17 stig en þess má geta að Jaaber er einnig með búlgarskt vegabréf og hefur leikið með landsliði Búlgaríu. Næstur honum í stigaskorun var Ítalinn Stefano Mancinelli með 15 stig. Hjá CSKA skoraði Dmitry Sokolov 15 stig en hann er á fyrsta ári hjá CSKA eftir að hafa leikið með Unics Kazan undanfarin ár.
 
Pólska liðið Asseco Prokom Gdynia vann rússneska liðið Khimki 71-67 og náði þar með sínum fyrsta sigri í vetur í meistaradeildinni.
 
FB Ulker er enn á siglingu enn í gær unnu þeir litháenska liðið Lieutvos Rytas 75-81 í Litháen.
 
Ítalska stórliðið Montepaschi Siena gerði góða ferð til Frakklands og vann 61-70 gegn Cholet.
 
Í kvöld klárast 6. umferð með átta leikjum en stórleikur kvöldsins er án efa viðureign Maccabi Tel Aviv og Caja Laboral.
 
Leikir kvöldsins:
Cibona Zagreb-Barcelona
Panathinaikos-Power Electronics Valencia
Efes Pilsen-Union Olimpija
Brose Basket-Lottomotica Roma
Spirou Charleroi-Unicaja Malaga
Partizan Belgrad-Zalgiris Kaunas
Maccabi Tel Aviv-Caja Laboral
Real Madrid-Olympiacos
 
Mynd: Svona mikil gleði er ekki í herbúðum CSKA Moskvu þessa dagana – Ramunas Siskauskas að fagna á síðasta tímabili.
 
emil@karfan.is
 
 
Fréttir
- Auglýsing -