Út er kominn nýjasti þátturinn af Aukasendingunni, en gestur þáttarins er strikerinn Árni Jóhannsson.
Farið er yfir fréttir vikunnar, áhugaverð félagaskipti, síðustu umferð í Bónus deild karla, VÍS bikarkeppnina og margt, margt fleira.
Eitt af því sem til umræðu er er áhugaverð tölfræði frá yfirstandandi tímabili í Bónus deild karla. Hér fyrir neðan má sjá lista af tölfræðistaðreyndum af vef KKÍ sem mögulega koma á óvart.
Upptökuna er hægt að hlusta á hér fyrir ofan, sem og undir nafni Körfunnar á öllum hlaðvarpsveitum.
5 tölfræðimolar sem mögulega koma á óvart
1.Hjálmar Stefánsson leikmaður bikarmeistara Vals er í sjöunda sæti yfir þá sem hafa tekið flest sóknarfráköst að meðaltali í leik. 2.6 að meðaltali í leik, sem er merkilegt í ljósi þess hann leikur aðeins um 15 mínútur að meðaltali.
2. Tindastóll fær á sig 95 stig að meðaltali í leik á heimavelli, en um 83 stig á útivelli.
3. Darryl Morsell leikmaður Keflavíkur og síðan ÍA varði einu sinni sex skot í leik. Það var gegn KR. Lazar Lugic gerði slíkt hið sama gegn ÍA, en þeir hafa varið flest skot í einum og sama leiknum.
4. Orri Gunnarsson leikmaður Íslandsmeistara Stjörnunnar hefur hinsvegar varið flest skot að meðaltali í deildinni. 1,6 í leik.
5. Þrisvar hefur leikmaður tekið yfir 20 fráköst eða meira í leik. Seth Leday leikmaður Íslandsmeistara Stjörnunnar á tvö af þeim skiptum, en Lazar Lugic hjá Þór það þriðja.



