Sjötti maðurinn kom saman fyrir 11. umferð Bónus deildar karla og ræddi málin.
Ásamt því að fara yfir málefni þeirra liða sem léku í síðustu umferð Bónus deildar karla fór Sjötti maðurinn í vörutalningu og gaf öllum liðum deildarinnar ráð farandi inn í síðustu vikur þessa árs.
Þá eru málefni Álftaness einnig á dagskrá hjá Sjötta manninum, en þjálfari þeirra Kjartan Atli Kjartansson nokkuð óvænt sagði starfi sínu lausu sem þjálfari þeirra á dögunum. Ræðir Sjötti maðurinn hverji líklegir séu til þess að taka við starfi hans í Forsetahöllinni, en fram yfir næsta leik mun aðstoðarþjálfari þeirra Hjalti Vilhjámsson stýra liðinu.
Líklegastan til þess að taka við telur Sjötti maðurinn Ívar Ásgrímsson. Ívar er að upplagi úr Haukum, en starfar nú fyrir Álftanes og hefur gífurlega reynslu af þjálfun í efstu deild. Listann er hægt að sjá hér fyrir neðan og umræðuna er hægt að hlusta á í síðasta þætti af Sjötta manninum sem aðgengilegur er á öllum hlaðvarpsveitum undir nafni Körfunnar.
Fimm líklegir til að taka við Álftanesi
1. Ívar Ásgrímsson
2. Ísak Wíum
3. Israel Martin
4. Maté Dalmay
5. Leifur Steinn Árnason



