spot_img
HomeFréttirFimm leikmenn setja blek á blað hjá Haukum

Fimm leikmenn setja blek á blað hjá Haukum

 
Fimm leikmenn sömdu við körfuknattleiksdeild Hauka í gærkvöld um að spila með meistaraflokki félagsins og er þá búið að klára samninga við alla leikmenn liðsins. www.haukar.is greinir frá.
Sævar Ingi Haraldsson og Davíð Páll Hermannsson endurnýjuðu samninga sína til tveggja ára og þeir Uni Þeyr Jónsson og Guðmundur Kári Sævarsson koma úr yngriflokkum félagsins. Samningur þeirra er einnig til tveggja ára.
 
Að endingu gekk Matthías Rúnarsson frá sínum málum en hann kemur frá Sauðárkróki. Matthías lék með Tindastóli í efstu deild fyrir nokkrum misserum en hefur átt við meiðsli að stríða og lék til að mynda ekkert á síðustu leiktíð með Stólunum.
 
Ljósmynd/ Matthías Rúnarsson verður með Haukum í vetur.
 
Fréttir
- Auglýsing -