spot_img
HomeFréttirFimm leikir í Lýsingarbikarnum í kvöld

Fimm leikir í Lýsingarbikarnum í kvöld

13:32

{mosimage}

 

(Svavar og félagar í Tindastól mæta Breiðablik í kvöld) 

 

Í kvöld fara fram fimm leikir í Lýsingarbikarkeppni karla. Tveir leikjanna hefjast kl. 20:00 í kvöld en þrír kl. 19:15. Valur tekur á móti Hamri, UMFH fær UMFG í heimsókn og Haukar B taka á móti Stjörnunni. Þá mætast KFÍ og Íslandsmeistarar KR á Ísafirði og leikur kvöldsins verður vafalítið barátta Breiðabliks og Tindastóls.

 

Blikar eru á toppi 1. deildar karla enn ósigraðir en Tindastólsmenn sitja í 10. sæti Iceland Express deildarinnar svo von er á hörkuslag í Smáranum í kvöld. Valsmenn taka svo á móti Hamri en Valur leikur í 1. deild og eru í 3. sæti deildarinnar en Hamar situr á botni Iceland Exrpess deildarinnar.

 

Haukar B fá það vandasama verkefni að mæta nýliðum Stjörnunnar í Iceland Express deild karla og KFÍ fær Íslandsmeistara KR í heimsókn. Þá munu Hrunamenn taka á móti Grindvíkingum og verður við ramman reip að draga hjá heimamönnum.

Fös. 23.nóv – 20.00 Vodafone höllin Valur – Hamar  

Fös. 23.nóv –  20.00 Flúðir  UMFH – UMFG  

Fös. 23.nóv – 19.15 Smárinn  Breiðablik – Tindastóll  

Fös. 23.nóv – 19.15 Strandgata  Haukar B – Stjarnan  

Fös. 23.nóv –  19.15 Ísafjörður  KFÍ – KR

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -