Norðurlandamót yngri flokka fer fram í Finnlandi þessa dagana. U16 og U18 lið stúlkna og drengja keppa fyrir hönd íslands með fínum árangri hingað til.
Það er víst ekki nóg að mæta spila með fimm leikmenn inná í einu heldur þurfa þrír dómarar að dæma hvern leik og koma þeir frá þátttökuþjóðunum. Í þetta skipti eru fjórir dómarar og einn eftirlitsmaður/leiðbeinandi á mótinu frá Íslandi. Þetta eru þau Davíð Tómas Tómasson, Georgia Olga Kristiansen, Þorkell Már Einarsson, Jóhannes Páll Friðriksson og Kristinn Óskarsson.
Dómarar dæma 1-2 leiki á dag en gríðarlegur fjöldi leikja fara fram í Kisakallio, Finnlandi þessa dagana. Dómararnir dæma síðan frammistöðu annarra dómara auk þess sem fræðsla fer fram á staðnum. Kristinn Óskarsson er meðal leiðbeinanda auk þess sem hann sinnir eftirlitshlutverki.
Mynd/ Davíð Eldur – Dómararnir stilla sér upp í Kisakallio.