spot_img
HomeFréttirFimm í röð hjá Miami og New York

Fimm í röð hjá Miami og New York

 
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Miami Heat og New York Knicks unnu bæði sinn fimmta leik í röð. Heat lögðu Milwaukee 78-88 og leiddu allan leikinn með um 10 stiga mun. Milwaukee náðu að minnka muninn niður í 3 stig þegar vel var liðið á fjórða leikhluta en Heat kláruðu dæmið af öryggi.
Dwyane Wade gerði 25 stig og tók 14 fráköst fyrir Heat, Chris Bosh bætti við 16 stigum og 12 fráköstum og LeBron James gerði 17 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Corey Maggette var svo stigahæstur hjá Bucks með 20 stig.
 
Fyrir leik næturinnar hafði New York unnið fjóra deildarleiki í röð og í öllum þeirra hafði Amare Stoudemire skorað 30 stig eða meira. Á því varð engin breyting í nótt. Reyndar varð stigafyllerí í leiknum þar sem Knicks lögðu Minnesota 121-114. Amare Stoudemire gerði 34 stig í leiknum og tók 5 fráköst fyrir Knicks. Kevin Love var ekki síðri í liði Minnesota með 33 stig og 15 fráköst og háði mikla baráttu við Stoudemire í leiknum.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Indiana 124-100 Toronto
Orlando 74-80 Atlanta
Chicago 99-90 Oklahoma
Utah 94-84 Memphis
LA Clippers 98-91 Sacramento
 
Mynd/ Wade og Heat hafa unnið fimm leiki í röð
 
Fréttir
- Auglýsing -