Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.
Með Máté í þessum síðasta þætti eru stuðningsmaður Vals Steinar Aronsson og Skagfirðingurinn Halli Karfa.
Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan. Spá þeir Máté, Steinar og Halldór í spilin fyrir veturinn og fara yfir þá leiki sem búnir eru. Eitt af því sem farið er yfir í upptökunni er hverjir séu bestu íslensku leikmenn Bónus deildar karla. Tilnefna þeir fimm leikmenn sem þá bestu það sem af er og þá eru þeir með þrjá sem næstir eru á lista.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá listann.




