spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaFilip Krämer til Stjörnunnar

Filip Krämer til Stjörnunnar

Stjörnumenn hafa samið við austurríska framherjann Filip Krämer um að leika með liðinu út tímabilið í Domino’s deild karla. Krämer, sem er um 200 sm á hæð, kemur til liðsins frá enska liðinu Worcester Wolves, þar sem hann hefur leikið fyrri hluta tímabils en áður lék hann um árabil í austurrísku úrvalsdeildinni við góðan orðstír.

Í tilkynningu frá Stjörnumönnum segir Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar: “Sem gríðarlegur Seinfield aðdáandi þá er aðal kostur hans að heita Kramer, líkt og besti sjónvarps karakter allra tíma Cosmo Kramer. Sem körfuboltamaður er hann hugsaður til að dýpka bekkinn hjá okkur, það að missa Eystein hefur haft áhrif á æfingar hjá okkur, þar sem við höfum þurft að spila leikmenn úr stöðum. Philip er sterkur frákastari og spilar af góðri ákefð, varnarlega getur hann bæði dekkað leikmenn á blokkinni sem og skipt út á boltahindrunum. Sóknarlega er hann ruslakarl sem skorar eftir rúll af boltahindrun, hraðaupphlaupum sem og ruslastig. Okkar maður í Austurírki, Dagur Kár, hefur spurst fyrir um kauða og hefur hann fengið góð meðmæli sem manneskja hjá öllum sem hann hefur rætt við“.

Krämer hefur þegar fengið leikheimild með Stjörnunni og mun þreyta frumraun sína í Domino’s deildinni í kvöld, þegar Stjörnumenn mæta Skallagrími í Borgarnesi.

Fréttir
- Auglýsing -