Íslenska landsliðið mætir Belgíu kl. 12:00 í dag í sínum öðrum leik á lokamóti EuroBasket.
Mikill fjöldi stuðningsmanna safnast saman í miðbæ Katowice fyrir leiki Íslands til þess að stilla saman strengi sína áður en farið er á leikinn.
Hérna eru fréttir af landsliðinu
Nú í morgun var nokkur fjöldi þar saman kominn og spjallaði Karfan við fyrrum formann KKÍ Guðbjörgu Norðfjörð um hvernig það væri að fá að fylgja íslenska liðinu, að fá að upplifa mótið sem áhorfandi, stuðninginn sem Ísland er að fá á mótinu og leik dagsins gegn Belgíu.



