06:00
{mosimage}
FIBA og kínverska körfuknattleikssambandið standa fyrir móti sem byrjar á þriðjudaginn í Jiangsu í Kína. Þetta mót er upphitunarmót fyrir körfuknattleikskeppnina á Ólympíuleikunum.
Mótið hefur verið haldið tvisvar sinnum áður í Hong Kong (2000) og Serbíu (2004). Á fyrsta mótinu sigruðu Ástralir og Júgasvlavíu lenti í öðru sæti. Á öðru mótinu unnu Serbar en Argentína lenti í öðru sæti.
Sex lið taka þátt í mótinu núna og eru þau í tveimur riðlum. Í a-riðli eru: Angóla, Ástralía og Kína. Í b-riðli eru: Argentína, Íran og Serbía. Riðlakeppnin stendur yfir daganna 29. -31. júlí og 1. ágúst verður leikið um sæti. Öll þessi lönd nema Serbar keppa á Ólympíuleikunum í körfu.
Hin ágæta sjónvarpsstöð Eurosport tvö munu sýna alla leikina beint á góðum sjónvarspstíma og flestir leikirnir verða síðan endursýndir. Dagskrá stöðvarinnar má finna með því að skoða
http://skjarinn.is/heimur/dagskra/epn/2008/7/29/
Upplýsingar um mótið má finna á www.nanjing2008.fiba.com
Þann 2. ágúst byrjar samsvarandi mót fyrir kvenfólk. Eurosport tvö mun einnig sýna frá því móti. Upplýsingar um það mót má finna á www.haining2008.fiba.com/



