9:00
{mosimage}
Í undanúrslitaleik á síðasta EM þá vann kvennalið Rússlands Letta með 31 stigs mun. Lettnesku stelpurnar mættu mjög ákveðnar í leikinn og skelltu þeim rússnesku 75-69. Boltinn gekk hratt í sókninni hjá Lettunum og þær hittu vel. Varnarleikurinn var þéttur og þær fráköstuðu vel. Lettinn Anete Jekabsone hitti mjög vel og var með 34 stig (11 skot niður af 16). Ilona Korstin og Maria Stephanova voru ágætar og voru með sitt hvor 16 stigin fyrir Rússland.
{mosimage}
A. Jekabsone setti alla fimm þrista sína niður
Í þessum leik lék bandaríski ásinn Rebekka Hammon frá Suður-Dakota sinn fyrsta landsleik fyrir Rússland. Hún er atvinnumaður í Rússlandi (CSKA) og átti ekki möguleika á því að komast í bandaríska liðið. Hún þáði fyrir stuttu rússneskt vegabréf og samkvæmt fjölmiðlum þá finnst Rebekku það vera mikils virði að leika á Ólympíuleikunum. Rebekka lék 23 mín. í leiknum og hafði aðeins náð að mæta á eina æfingu með rússneska landsliðinu.
{mosimage}
Rebekka Hammon (#7) í sínum fyrsta landsleik
Í seinni leiknum léku Malí og Kína. Malístelpurnar léku vel fyrstu þrjár loturnar og voru vel inn í leiknum. Malí sprakk síðan í síðustu lotunni og Kína vann örugglega 91-67. Djenebou Sissoko var með 24 stig fyrir Malí og Chen Nan var með 25 stig fyrir heimamenn.
Myndir: www.fiba.com