spot_img
HomeFréttirFever komnar í úrslitakeppni WNBA

Fever komnar í úrslitakeppni WNBA

Connecticut Sun tók á móti Indiana Fever í gærkveldi í þriðja leik sínum í undanúrslitakeppni WNBA. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum kom Fever til baka og vann næstu tvo og munu mæta Minnesota Lynx á sunnudaginn. Lynx eru nú komnar í úrslitakeppnina annað árið í röð en þær lögðu Dream af velli í fyrra og eru því núverandi meistarar. Fever hafa, hinsvegar, aldrei unnið titilinn en komust í úrslitin árið 2009 þar sem Phoenix Mercury varð meistari eftir frábæra rimmu.
 
Sun 71 – Fever 87
Strax á fyrstu mínútum leiksins varð útlitið nokkuð dökkt fyrir Fever þar sem að Katie Douglas snéri sig illa á ökklanum og þurfti að fara af velli. En hún er búin að vera einn besti leikmaður þeirra í vetur og vonandi verður hún komin á ról sem fyrst aftur. Fever neitaði að gefast upp þrátt fyrir þetta og með Tamika Catchings í bílstjórasætinu náðu þær 19 stiga forystu í hálfleik. Þessa forystu héldu þær nánast allan leikinn og áttu Sun aldrei möguleika í þessum leik.
 
Fever munu því halda til Minnesota um helgina þar sem fyrsti úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Til að verða WNBA meistari þarf að vinna þrjá leiki. Ná Fever að vinna sinn fyrsta titil eða munu Lynx taka hann annað árið í röð?
 
Stigahæstu leikmenn Sun:
Tina Charles 18 stig/10 fráköst, Kara Lawson 16 stig, Renee Montgomery 13 stig, Allison Hightower 10 stig og Asjha Jones 10 stig.
 
Stigahæstu leikmenn Fever:
Tamika Catchings 22 stig/13 fráköst/4 stoðsendingar, Erin Phillips 15 stig, Jeanette Pohlen 14 stig (4/4 í þriggja), Briann January 12 stig og Shavonte Zellous 11 stig.
 
Mynd/ Tamika Catchings

Fréttir
- Auglýsing -