spot_img
HomeFréttirFetar í fótspor Julius Erving og Marcus Camby

Fetar í fótspor Julius Erving og Marcus Camby

Njarðvíkingurinn efnilegi Heimir Helgason hefur samið um að leika með UMass í bandaríska háskólaboltanum á næstu leiktíð.

Heimir er 18 ára gamall og hefur síðustu ár verið í Bandaríkjunum. Árið 2023 lék hann fyrir Asheville miðskólann í Norður Karólínu ríki, en hann fer til UMass frá DME Academy sem staðsett er í Flórída ríki Bandaríkjanna.

UMass er nokkuð stórt nafn í bandarískum háskólabolta, með ríka sögu og stór nöfn sem farið hafa þar í gegn. Líklega færri stærri heldur en Julius Erving og Marcus Camby, sem báðir voru á sínum tíma einir af bestu leikmönnum í heimi.

Skólinn sjálfur er staðsettur í borginni Amherst í Massachusetts ríki á austurströnd Bandaríkjanna, en þeir hafa í níu skipti komist í Marsfárið, lokamót háskólaboltans.

Fréttir
- Auglýsing -