spot_img
HomeFréttirFernandez framlengir í höfuðborginni til tveggja ára

Fernandez framlengir í höfuðborginni til tveggja ára

Spánverjinn Rudy Fernandez hefur gert nýjan tveggja ára samning við höfuðborgarliðið Real Madrid í ACB-deildinni á Spáni. Fernandez verður því á mála hjá Madrid til ársins 2020 en hann er 33 ára gamall.

Rudy Fernandez var mikilvægur hjá Madrid bæði í ACB deildinni og Euroleague þar sem Madrid fór með sigur af hólmi í báðum keppnum en hann var valinn besti leikmaður úrslitanna í Euroleague. Þá var hann með 7,4 stig og 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik í Euroleague.

Fréttir
- Auglýsing -