Þær fregnir bárust fyrr í dag að Gunnhildur Gunnarsdóttir leikmaður Snæfells hefði ákveðið að setja skónna á hilluna. Gunnhildur á að baki rúmlega 400 meistaraflokksleiki með Snæfell og Haukum.
Á ferlinum náði Gunnhildur að lyfta Íslandsmeistaratitli tvisvar og bikarmeistaratitlinum tvisvar. Hún hefur verið í lykilhlutverki í uppgangi Hólmara síðustu áratugi eða allt frá því að liðið barðist í 1. deildinni fyrir fimmtán árum.
Það er því við hæfi að stikla á stóru yfir feril Gunnhildar á þessum tímamótum, birta myndir úr myndasafni Körfunnar og viðtöl frá ferli hennar.
Snæfell tók á móti Val í efstu deild árið 2009 sem var fyrsta tímabil Snæfells í efstu deild.
Sumarið 2010 ákvað Gunnhildur að söðla um og skrifa undir samning við Hauka þar sem hún lék næstu fjögur árin.
Gunnhildur berst við Shannon McCallum í leik Hauka og KR árið 2013.
Bikarúrslit 2014 þar sem Haukar og Snæfell mættust. Fyrir leik heilsuðu heiðursgestir upp á liðin. Þar gafst formanni Snæfells, Gunnari Svanlaugssyni að smella léttum kossi á dóttur sína sem lék þá með Haukum.
Gunnhildur lyftir bikarmeistarartitlinum með Haukum árið 2014.
Systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur mættu hvor annarri þann 6. apríl 2014, en þann dag varð Snæfell Íslandsmeistari í fyrsta sinn í meistaraflokki kvenna. Gunnhildur lék þá með Haukum
Gunnhildur sneri aftur í Stykkishólm til að leika með Snæfell sumarið 2014.
Gunnhildur varð í fyrsta sinn Íslandsmeistarari með Snæfell árið 2015 og gat þá loks lyft titlinum með systur sinni.
Snæfell varð bikarmeistari 2016
Sama ár varð Snæfell Íslandsmeistari þriðja árið í röð og var Gunnhildur valin besti varnarmaður deildarinnar að tímabilinu loknu.
Óhætt er að segja að 2016 sé besta ár Gunnhildar á vellinum en það náði hámarki í lok árs er hún var valin körfuboltakona ársins.
Gunnhildur á að baki 36 landsleiki með A-landsliðinu auk þess að leika með öllum yngri landsliðum.
Síðasti leikur Gunnhildar á ferlinum var í 79-65 sigri á Grindavík í síðustu umferð deildarinnar.