Njarðvíkingurinn efnilegi Patrik Joe Birmingham mun næstu tvö árin leika fyrir DME Academy í Daytona í Flórída ríki Bandaríkjanna.
Nú í sumar tók Patrik þátt í BWB verkefni NBA deildarinnar í Manchester á Englandi, en hann var aðeins sjötti íslenski leikmaðurinn til þess að fá boð um að taka þátt síðan búðirnar voru fyrst haldnar árið 2001.
Patrik er 17 ára gamall og hefur verið hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum, undir 15, 16 og 18 ára liðum. Þá var hann einnig með meistaraflokki Njarðvíkur í Bónus deildinni á síðustu leiktíð og tók þátt í 13 leikjum með þeim.
Líkt og tekið er fram er DME akademían staðsett í Daytona á Flórída og hefur hún síðustu tíu ár verið skóli með áherslu á íþróttir í hinum ýmsu greinum.
Hérna er hægt að fylgja þeim á Instagram



