spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueFer Martin frá Alba Berlin í sumar?

Fer Martin frá Alba Berlin í sumar?

Martin Hermannsson er sagður líklegur til þess að yfirgefa Alba Berlin í Þýskalandi nú sí sumar samkvæmt vefmiðlinum Basketnews.

Martin á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið, en nokkrar breytingar hafa verið hjá því þar sem þeir munu ekki leika í EuroLeague á næstu leiktíð. Annað lið myndi því þurfa kaupa Martin af þýska félaginu, en samkvæmt heimildum er þá horft til þeirra liða sem munu leika í EuroLeague á næstu leiktíð.

Martin hefur verið einn albesti leikstjórnandi Evrópu á síðustu árum, en á nýafstaðinni leiktíð var hann einn af fimm stoðsendingahæstu leikmönnum EuroLeague að meðaltali í leik með sex.

Fréttir
- Auglýsing -