spot_img
HomeFréttirFer bikarinn á loft í Keflavík?

Fer bikarinn á loft í Keflavík?

Einn leikur fer fram í Dominos deild kvenna í kvöld er fjórði leikur í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Snæfells fer fram. Snæfell náði að tryggja þennan leik með sigri í Stykkishólmi síðastliðið sunnudagskvöld og því staðan 2-1 fyrir Keflavík. 

 

Keflavík fær því annað tækifæri til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn í kvöld en Snæfell getur knúið fram oddaleik sem færi fram í Stykkishólmi næstkomandi laugardag kl 17. Ljóst er að Birna Valgerður Benónýsdóttir verður í banni í leiknum eftir brottrekstrarvillu í síðasta leik. Að öðru leiti ættu flestir leikmenn liðanna að vera klárir og von á stórskemmtilegum leik. 

 

Leikurinn hefst kl 19:15 í TM-Höllinni. Fríar rútuferðir eru úr Stykkishólmi og skora Keflvíkingar á alla bæjarbúa til að mæta og styðja liðið. Það má því búast við hörku stemmningu og fjöri í Keflavík i kvöld. 

 

Leikur dagsins: 

 

Dominos deild kvenna:

 

Keflavík – Snæfell (2-1 í einvíginu) í beinni á Stöð 2 Sport

 

Fréttir
- Auglýsing -