spot_img
HomeFréttirFengu innblástur frá Ginobili

Fengu innblástur frá Ginobili

04:20
{mosimage}

Eins og körfuboltaalþjóð veit þá meiddist Manu Ginobili gegn Bandaríkjunum í slag um Olympíugullið þegar liðin mættust í undanúrslitum á Olympíuleikunum nú fyrr í mánuðinum. Það sem aðrir vissu kannski ekki var að Manu var kominn í gírinn og tilbúinn til að standa slaginn með félögum sínum í argentíska landsliðinu þegar þeir mættu Litháen í slagi um bronsið og var staðráðin í því að koma sínu liði á pall.

Manu var kominn í gallann og hitaði upp með félögum sínum þrátt fyrir að finna mikið fyrir eymslum í ökkla.

Þjálfari argentíska liðsins, Sergio Hernandez, uppljóstraði því að Ginobili hafi sýnt miklar tilfinningar fyrir leikinn áður en liðið fór í upphitun.

„Við mættum á æfingu vitandi að Ginobili myndi ekki spila leikinn. Þegar við sáum hann klæða sig í keppnisgallann, eins hljóðlátur og hann er, og láta búa um ökklann á sér sagði enginn neitt. Hann fór síðan fram og hitaði upp með liðinu en eftir 10 mínútur og fann fyrir sársauka í ökklanum. Hann labbaði því aftur inn í búiningsklefa skipti um föt og grét.”

„Fyrir restina af hópnum kveikti það í þeim að sjá viljan sem að Manu sýndi þegar hann hélt að hann hafi brugðist okkur og það var bara til þess að allir lögðu extra meira á sig. Hann er ekki ótillitssamur maður og þar sem að hann er samningsbundin San Antonio þá varð hann að hugsa til þeirra líka.” bætti þjálfarinn við.


Luis Scola sagði að allir í liðinu hefðu fengið innblástur frá Ginobili. „Það snerti okkur alla að hann skildi reyna að spila með liðinu fram á síðustu mínútu en samt sem áður treystum við liðinu og þeir sem að þekkja okku ekki halda að án Manu séum við hauslaus her en það er ekki raunin. Að sjálfsögu myndi ég vilja hafa hann við hlið mér en ég held að það sem gerir okkur að góðu liði er það að aðrir leikmenn eru tilbúnir til að stíga upp og taka af skarið og það er bara gott.”

Ginobili horfði á leikinn í borgaralegum klæðnaði og sagði eftir leik að hann væri ánægður með úrslitin. „Það er ekki það sama að fara heim tómhenntur eins og að fara heim með pening á Ólympíuleikum. Ég vil meina að liðsfélagar mínir hafir sýnt fram á einstakan körfuknattleik, skapgerð og einstakan karakter við það að sigra leikinn um bronzið.”

„Strákarnir voru frábærir og ég er ótrúlega stoltur af þeim og að körfuboltanum sem þeir sýndu. Það er aldrei auðvelt að spila þriðja sæti en þeir gerðu það vel. Nei þeir voru fullkomnir. ”

„Það er aldrei auðvelt að spila um bronz en liðsfélgar mínir gerðu kraftaferk. Að sjálfsögðu fjarlægir medalíana burt allan sársauka og ég reyndi en það var ekki hægt.”

„Ég hef verið meira tilfinningalega særður en líkamlega séð áður fyrr yfir því að spila ekki en núna er ég eins hamingusamur eins og ég get orðið.”

Mynd: fiba.com

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -