spot_img
HomeFréttirFenerbache með sigur í Brooklyn

Fenerbache með sigur í Brooklyn

Brooklyn Nets máttu játa sig sigraða á heimavelli þegar tyrkneska liðið Fenerbache Ulker kom í heimsókn vestur um haf síðustu nótt. Fenerbache fór með 101-96 sigur af velli í æfingaleik liðanna.

Brook Lopez var stigahæstur í tapliði Brooklyn með 18 stig og 4 fráköst en Jan Vesely var stigahæstur hjá Fenerbache með 18 stig og 6 fráköst. Þarna ættum við Íslendingar að kannast við nokkra úr röðum Fenerbache eins og Ali Muhammed leikmann Tyrklands en hann lék ekki með í leiknum í nótt og var það ákvörðun þjálfarans.

Melih Mahmutoglu leikmaður Tyrklands gerði 10 stig í leiknum og Serbinn efnilegi Bogdan Bogdanovic bætti við 17 stigum, 3 stoðsendingum og 3 fráköstum.

Góð ferð hjá Tyrkjunum til hennar Ameríku þetta gærkvöldið. 

Mynd/ Skuli Sig: Bogdanovic til varnar gegn Loga Gunnarssyni í viðureign Íslands og Serbíu í Berlín.

Fréttir
- Auglýsing -