spot_img
HomeFréttirFélagsskipti: Davis farinn til Þýskalands

Félagsskipti: Davis farinn til Þýskalands

 
Nokkuð rót hefur verið á félagsskiptamarkaðnum undanfarið og má þess geta að troðslumeistarinn John Davis hefur gengið úr röðum Ármanns í 1. deild karla og er farinn til Þýskalands.
Davis lék 4 deildarleiki með Ármanni og einn bikarleik en hann var með 32 stig og 11,3 fráköst að meðaltali í leik. Þá hefur Sæmundur Jón Oddsson söðlað um en hann hóf leiktíðina með Breiðablik í Iceland Express deildinni en er nú kominn í raðir Ármenninga.
 
Dominik Peter hefur yfirgefið herbúðir FSu og er líkt og Davis farinn til Þýskalands en Peter lék 3 deildarleiki með FSu og gerði í þeim 4 stig að meðaltali í leik.
 
Haukakonan Bára Fanney Hálfdánardóttir er komin af stað með kvennaliði Stjörnunnar í 1. deild en síðast lék hún með Haukum.
 
Ljósmynd/ Davis í troðslukeppninni í síðasta Stjörnuleik KKÍ.
 
Fréttir
- Auglýsing -